143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

dagskrá fundarins og afgreiðsla mála fyrir jól.

[15:36]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Dagskrá þessa fundar liggur fyrir. Það eru ekki áform um að breyta henni. Þar er gert ráð fyrir því að halda áfram umræðu um fjáraukalagafrumvarpið við 2. umr., sömuleiðis að taka til við tekjuöflunarþátt fjárlaganna sem er auðvitað brýnt að ljúka afgreiðslu á fyrir jólahlé þingsins. Síðan voru sett í forgang þessi tvö mál sem hv. þingmaður nefndi og ég veit að, vonast að minnsta kosti til, getur orðið góð samstaða um að afgreiða til nefndar og síðan til afgreiðslu fyrir jól.