143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

dagskrá fundarins og afgreiðsla mála fyrir jól.

[15:43]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Mig langar að bjóða þingforseta með á nauðungarsölu sem gæti orðið núna í millitíðinni meðan við erum að bíða eftir að þessi frumvörp verði samþykkt. Það gæti orðið nauðungarsala, mig langar að bjóða hæstv. forseta með á þá nauðungarsölu. Hæstv. innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem á miklar þakkir skildar fyrir að hafa lagt fram þetta frumvarp hefur haft samband við sýslumenn og beðið um að hlutunum sé frestað, að ekki verði farið í nauðungarsölur. Ef forseti er þess alveg fullviss að það haldi þarf kannski ekki að gera þetta akkúrat núna, en ef einhver vafi leikur á því á hann að setja þetta mál strax á dagskrá svo að við getum klárað 1. umr. og sent málið í nefnd þannig að það afgreiðist sem fyrst. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)