143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

lengd þingfundar.

[15:50]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Varðandi tillögu forseta um lengdan þingfund í kvöld vorum við hér lengi fram eftir í gærkvöldi í töluvert miklum pólitískum óróleika úti í samfélaginu. Maður þurfti að hafa sig allan við að grípa nýjustu fréttir af vendingum að því er varðaði nýjar tillögur og breytingar á breytingartillögur ofan um fjárlagafrumvarpið. Við lögðum okkur fram um að halda uppi málefnalegri umræðu án þess að fá botn í mál, spurðum alveg gríðarlega stórra og mikilvægra spurninga.

Það er tilgerð að halda uppi fundi í þingsal meðan stjórnarliðar eru ekki einu sinni tilbúnir að eiga samtal við stjórnarandstöðuna. Meðan engar væntingar eru uppi um að stjórnarliðar hyggist breyta því verklagi og þeirri nálgun sé ég enga ástæðu til að við höldum hér fund fram á kvöld — nema við fáum upplýst um að meiri hluti fjárlaganefndar ætli að taka þátt (Forseti hringir.) í samtalinu. Ég hef ekki séð nein merki um það.