143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

lengd þingfundar.

[15:59]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Í gærkvöldi fóru hér fram ágætar umræður að mörgu leyti og stóðu til að verða tólf. Þegar umræðu lauk voru, ef ég man rétt, tíu eða tólf þingmenn enn á mælendaskrá.

Það er hins vegar dapurlegt og bágt að menn skuli fara hér með þau ósannindi að fulltrúar fjárlaganefndar hafi ekki verið í húsi því að það voru þeir vissulega. Formaður nefndarinnar var allt til loka umræðunnar og fleiri nefndarmenn víðar í húsinu í rafrænu sambandi, eins og hér hefur komið fram, og fylgdust með umræðunum. Ég mótmæli því að fulltrúar stjórnarmeirihlutans úr fjárlaganefnd hafi ekki verið hér í gærkvöldi.