143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

lengd þingfundar.

[16:10]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ætla að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu um kvöldfund. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, mér finnst lítið unnið með því að vera hér í umræðum þegar enginn er til svara. Því hefur verið lofað að á því verði breyting í kvöld.

Ég velti hins vegar fyrir mér hvort það sé skynsamlegra að við tökum hraðútgáfur af ræðum okkar eins og við höfum gert í þessum umræðum um atkvæðagreiðsluna þar sem við höfum farið yfir helstu efnisatriði. Það er sorglegt að segja frá því að maður hefur fengið meiri viðbrögð núna en í þeim ágætu umræðum sem voru í gær.