143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[17:31]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tók andsvarinu ekki sem einhvers konar gagnrýni eða því um líku. Þvert á móti tók ég eftir að hann var sammála mér, sem mér þykir mjög vænt um. Ég vil bara þakka hv. þingmanni fyrir að taka þátt í umræðunni. Ég er sammála hv. þingmanni um það að opnun bókhalds snýst um vilja, snýst mikið til um vilja. Það er ekki endilega auðvelt en það snýst mikið til um vilja. Ég vil að lokum þakka honum sérstaklega fyrir að leggja fram tillögu sína um að opna bókhald ríkisins og hann getur búist við fullum stuðningi mínum og alls míns þingflokks.