143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[17:34]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Hv. þingmaður talar um að þessi nýju gögn séu birt á hrásniði. Það var einfaldlega ákveðið að það væri meiri trúverðugleiki á bak við það vegna þess að það er engin eftirspurn eftir því að hið opinbera sjálft eða stjórnmálamenn matreiði endilega þessi gögn, heldur koma þau bara hrá og þá geta tæknimenn eða fjölmiðlarnir ráðið vel tæknilæst fólk til að vinna úr þeim þannig að þau séu þá sett fram af hlutlægum aðilum.

Það má nefna ekki bara hvertferskatturinn.is heldur líka datamarket.com sem hefur gert alveg gríðarlega góða hluti. Þeir þar hafa til dæmis hjálpað kennurum sem eru að kenna fjármálalæsi í skólum við að setja þessi mál skýrt fram en við þurfum að gera meira af þessu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að taka um þetta pólitíska ákvörðun og helst þverpólitíska ákvörðun og fela síðan hæstv. fjármálaráðherra að gera þetta héðan frá þinginu. Ég vænti þess þá að við getum náð (Forseti hringir.) um það góðri samstöðu miðað við þau orð sem hér hafa fallið.