143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:03]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir athugasemdina og fyrirspurnina. Ég mótmæli því hins vegar að hér sé um að ræða gæluverkefni. Hér er um það að ræða, sem er auðvitað hafið og farið í gang, að undirbúa styttingu framhaldsskólanáms. Það hefur legið fyrir í nokkuð langan tíma — ég held þetta sé ein af fyrstu pólitísku yfirlýsingum núverandi hæstv. menntamálaráðherra og hann hefur hafið undirbúning að þeirri stóru breytingu að stytta framhaldsskólanám sem er gríðarlega mikil breyting. Það verður auðvitað ekki ókeypis.

Við vekjum hins vegar athygli á því að þarna mættu hlutirnir vera skýrari og ég held að því miður séum við ekki í fyrsta skipti að sjá dæmi um það. Við höfum báðir, ég og hv. þingmaður, verið hér það lengi að við vitum það. En þess vegna vekjum við athygli á því og förum ekki í felur með það.