143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Gæluverkefni geta út af fyrir sig verið verðug. Meiri hlutinn átelur ráðuneytið hins vegar harðlega fyrir þessa tillögu en gerir hana samt að sinni. Það er algerlega ósamrýmanlegt. Ekki verður betur séð af nefndarálitinu en meiri hlutinn hafi ætlað að fella tillöguna burtu en verið beygður af menntamálaráðherra.

Ég hlýt að spyrja hv. þingmann hvort þetta mál sé þannig vaxið vegna þess að tillagan felur í sér að í stað þess að veita fé á fjáraukalögum fyrir útgjöldum á yfirstandandi ári er verið að láta menntamálaráðherra hafa fjárveitingu á næsta ári, árinu 2014, í fjáraukalögum fyrir 2013, og það er bara skýrt brot á fjárreiðulögum ríkisins.