143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[20:36]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað alltaf bagalegt ef hlutirnir eru ekki nákvæmlega eins og þeir eiga að vera og enginn er að bera blak af því. En við vitum að í hv. fjárlaganefnd hefur verið farið yfir efnisatriði máls og það er ekki eins og langt sé í nefndarálitið. Það er ekki, án þess að ég vilji halda öðru fram en að við eigum gera hlutina eins og lagt er upp með, stóra málið og ég held að hv. fjárlaganefnd geti ekki kvartað undan því að minni hlutinn hafi ekki fengið upplýsingar, hafi ekki fengið þá gesti sem þeir hafa beðið um o.s.frv.

Það er stutt til jóla og við þurfum að klára fjárlögin fyrir jól. Ég held að úr því sem komið er þurfum við að vinna þetta eins vel og mögulegt er. (Forseti hringir.) Formsatriðin eru ekki stóra málið. Það er aðalatriðið að efnisatriðin fái góða umræðu hér í þingsal.