143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[20:54]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir orð hv. þm. Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og annarra þeirra sem hafa talað fyrir því að gert verði hlé á fundinum þar sem verði skorið úr um málið. Ég heyri það að minnsta kosti á varaformanni hv. fjárlaganefndar að vilji er til þess að halda einfaldlega fundinn þannig að málið verði hafið yfir vafa, þ.e. halda fundinn í kvöld eða í fyrramálið þar sem verður farið að þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um.

Vegna orða hv. formanns fjárlaganefndar, þó ég ætli ekki að fara í eitthvert skæklatog við hann, hefur það komið fram að minni hlutinn lagði fram bókun á fundinum og gerði athugasemdir við afgreiðslu málsins.