143. löggjafarþing — 34. fundur,  11. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[21:52]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Á endanum verðum það náttúrlega við skattgreiðendur sem borgum allt sem ríkið leggur í, hvort heldur það eru barnabætur eða bíll forsetans.

Ég átti ekki von á svona mikilli forsjárhyggju frá hv. þm. Pétri H. Blöndal, að geta ekki treyst framkvæmdarvaldinu fyrir því að vera með einhverja summu sem það hefur leyfi til að fara með og ráðstafa í ófyrirséða hluti. Og, já, ef féð klárast ekki er afgangur á fjárlögum. Stundum er afgangur á ríkisbúskap. Það gerist þó að við þekkjum ekki mikið til þess og við þekktum líka lítið til þess hér í þenslunni (Forseti hringir.) fyrir hrun. En það gerist í heiminum, (Forseti hringir.) hv. þm. Pétur H. Blöndal.