143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[11:39]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er að hefjast atkvæðagreiðsla um fjáraukalög fyrir árið 2013. Það er ánægjulegt að sjá að staðan reynist betri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Munurinn er þó enn mikill, einkum á tekjuhliðinni, að langstærstum hluta, og þar munar ekki síst um þær ákvarðanir sem ný stjórnvöld tóku á sumarþingi og núna með haustinu.

Samfylkingin mun sitja hjá við þær tillögur sem eru hér á ábyrgð meiri hlutans en auðvitað styðja sínar eigin tillögur.