143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[11:59]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér er ekkert annað að gerast en það að peningar eru að fara í sameiginlegan sjóð landsmanna. Síðan er það hv. Alþingi sem ákveður hvernig þeim er útdeilt. Ef menn hafa áhuga á að bæta fjarskipti á landsbyggðinni eða annars staðar, sem ég held að sé mjög mikilvægt, þá skiptir máli að vanda vel til verka. Við höfum bæði séð það ganga vel á Íslandi en einnig höfum við séð áætlanir sem hafa engan veginn gengið eftir og fjármunir ekki nýst vel. Þannig að ég treysti því og veit að hæstv. ríkisstjórn mun vinna vel að því og undirbúa það mikilvæga mál vel. Hér erum við að fá sem betur fer pening í sameiginlegan sjóð okkar landsmanna sem við síðan ákveðum hvernig við útdeilum. Við skulum gera það vandlega og með góðum undirbúningi.