143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:01]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það hefur svo sem ekkert upp á sig að greiða atkvæði með eða móti með þessum lið því þetta er afleiðing af ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum og um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ég lýsi því bara yfir að ég er algerlega á móti þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir í þeim efnum og vil nú kannski undra mig á að það komi fram í breytingartillögu við fjáraukalagafrumvarpið að þetta hafi ekki verið strax í fjáraukalagafrumvarpinu þar sem ljóst var að menn voru hættir — og þeir sem eru ábyrgir fyrir þessu hafa kallað þessa peninga, held ég, glerperlur og eldvatn eða eitthvað í þá áttina. Það hefur ekkert upp á sig að kvarta yfir öðru en framgöngu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálunum yfirleitt og almennt.