143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:10]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Virðulegi forseti. Eins og hér hefur komið fram og kom fram í örstuttri atkvæðaskýringu hjá mér áðan þá eiga þessar 195 milljónir að koma inn vegna útboðs á tíðniréttindum í 4G-kerfinu sem á að nota til uppbyggingar samkvæmt lögum um fjarskiptasjóð. Hér er verið að taka þessa peninga og setja í ríkissjóð þannig að þeir verða ekki notaðir til að bæta fjarskiptasamband á landsbyggðinni eins og allir eru sammála um. Ég vil hins vegar trúa því að þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir séu nú mest á jólalitnum, á rauðu, að á vegum nefndarinnar, þegar frumvarpið verður tekið aftur til vinnslu í fjárlaganefnd, verði þessu breytt fyrir 3. umr. og þessum peningum skilað í þetta verkefni þannig að vinna megi að bættu fjarskiptasambandi á landsbyggðinni á næsta ári með þessum 195 millj. kr.