143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:17]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur og leggja til að þessi tillaga verði samþykkt. Eins og kemur fram í rökstuðningi með okkar tillögu urðu veikindaforföll um 30% tíðari en meðaltal ársins 2012. Hér hefur mikið verið rætt um hvað eigi heima inni í fjáraukalögum og hvað ekki og þetta getur tæplega talist annað en ófyrirséður atburður.

Það má líka velta því upp að starfstími ríkisstjórna er tiltekinn tími og ef slíkar ákvarðanir eru teknar ættu stofnanir ekki að þurfa að líða fyrir það og taka það úr rekstri sínum sem flokkast klárlega undir ófyrirséðan kostnað. Ég vona svo sannarlega að þingmenn sjái að sér og greiði Landspítalanum en þeir hafa mikið talað um að þeir séu að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar. Ef þetta er það ekki þá veit ég ekki hvað.