143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:19]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Vandinn liggur í því að ýmsu hefur verið lofað sem ekki er hægt að standa við. Þess vegna erum við að tala um — (Gripið fram í.) Ég kem kannski aftur þegar hv. þingmenn Samfylkingarinnar eru búnir að jafna sig. Hér er um að ræða, stóra myndin er að ástæðan fyrir þessum mikla halla, 30 þús. millj. kr. halla á árinu 2013, þrátt fyrir að gengið hafi verið í ýmsar aðgerðir, er vegna þess að ýmsu var lofað sem ekki var innstæða fyrir. Við höfum hins vegar gengið í það, og út á það hefur fjárlagavinnan gengið, að hagræða fyrir heilbrigðisþjónustuna. Ég vonast til þess að við fáum góðan stuðning við það þegar þar að kemur.