143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að varið verði 125 millj. kr. til Landspítalans vegna veikinda og mikils álags á fyrri hluta ársins á fjáraukalögum 2013. Hér verður að hafa í huga að Landspítalinn hafði 38,4 milljarða á fjárlögum ársins til ráðstöfunar. Hann fær til viðbótar samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi 735 millj. út af jafnlaunaátaki. Hafi það gerst að fyrri ríkisstjórn hafi lofað 125 millj. kr. á ríkisstjórnarfundi verðum við að hafa í huga að ríkisstjórn fer ekki með fjárveitingavaldið og öllum slíkum loforðum hlýtur að fylgja sá fyrirvari (Forseti hringir.) að á endanum verði slík samþykkt ríkisstjórnar að fást samþykkt á Alþingi. Þetta er algerlega (Forseti hringir.)minni háttar frávik, 100 millj. kr. af 38 milljörðum og núna, eftir nýjustu breytingar, 39 milljarða framlögum til spítalans.