143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:30]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég mun svo sannarlega segja já við þessum lið. Ég efast um að nokkur maður hér inni hafi þurft að standa í biðröð hjá mæðrastyrksnefnd til að eiga fyrir mat um jólin. Það eru ekki margir hér inni sem hafa þurft aðstoð til að eiga fyrir jólagjöf handa börnunum sínum. Við eigum að passa upp á þá sem hafa það verst í samfélagi okkar.

Fyrst það er í höndum þingsins að taka þá ákvörðun hvort það eigi að vera jólabónus eða ekki eða smávægileg aukabúbót fyrir þá sem hafa verið í þeirri erfiðu stöðu sem atvinnuleysi hefur í för með sér skora ég á ykkur að sýna jólaandann í verki. Sýnum manngæsku því að maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.