143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:56]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um það að árið 2009 átti sér stað fjárdráttur í sendiráðinu í Vín upp á 50 milljónir. Ekkert hefur fengist upp í þær kröfur og viðkomandi aðili hefur lýst sig gjaldþrota. Tap ríkisins er því nú þegar 50 milljónir vegna þessa atburðar.

Í þessu frumvarpi er lagt til að utanríkisráðuneytið fái skaðann bættan af skattfé landsmanna upp á nýjar 47,5 milljónir. Samtals er því skaðinn fyrir skattgreiðendur 100 milljónir.

Við í meiri hluta fjárlaganefndar teljum að hér sé verið að skapa fordæmi fyrir því að fjárveitingavaldið samþykki að fjárdráttur hjá ríkinu sé í lagi. Því lögðum við til þessa breytingartillögu, að utanríkisráðuneytið sjálft beri þann kostnað eins og aðrar ríkisstofnanir sem hafa lent í áþekkum aðstæðum. Þetta er skýrt, virðulegi forseti, meiri hluti fjárlaganefndar lagði því fram þá breytingartillögu að þessi ósk yrði dregin til baka.