143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[12:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það sem þessi liður fjallar um er orðinn atburður. Í sjálfu sér kýs ég að líta þannig á að atkvæðagreiðslan snúist um það hvort við förum fram á við utanríkisráðuneytið að það, samhliða öðrum aðhaldsaðgerðum, leiti færa á því að hagræða þrátt fyrir það tap sem af þessum atburði leiðir.

Menn geta síðan haft ólíkar skoðanir á því á hvaða forsendum það er gert en með því að samþykkja tillögu nefndarinnar er farið fram á það við utanríkisþjónustuna almennt að menn leiti leiða til að jafna því tapi sem þarna á sér stað út á starfsemina í heild sinni. Í ljósi heildarumfangs utanríkisþjónustunnar á það alveg að vera mögulegt. En við höfum hins vegar reynslu af því úr fortíðinni að hafa þurft að safna saman og sópa upp fyrri aðhaldskröfum og tíminn verður þá bara að leiða í ljós hvernig til tekst með þetta tilvik.