143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[13:24]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég er að reyna að átta mig á því hvar græna hagkerfið er í lið 01-305 og hef komist á þá skoðun að þetta hljóti að vera framsóknargræna hagkerfið því ég sé ekki neina samtengingu við græna hagkerfið sem var samþykkt hér af öllum þingmönnum, frábær þverpólitísk vinna sem átti sér stað í því verkefni sem var svo sannarlega skref fram á við. Við erum núna að stíga skref aftur á bak og það er miður.

Ég mundi vilja heyra hæstv. forsætisráðherra útskýra hvað er grænt í tengslum við grænt hagkerfi í lið 01-305 og af hverju ákveðið var að fara aftur á bak í staðinn fyrir fram og vera jafningjar frænda okkar á Norðurlöndum í nýfjárfestingum og nýrri sýn.