143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[16:11]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi verðlagshækkunina þá hef ég rætt hana áður svo að ég ætla ekki að fara meira út í hana. Hvað varðar háskólana, að við séum að skerða, þá er það auðvitað mjög slæmt. Að sjálfsögðu er slæmt að hafna öllum þessum góðu málum sem menn leggja til. Það er alveg svakalegt, en ég minni á að ríkissjóður er að borga 75 milljarða kr. á ári í vexti af allt of, allt of háum skuldum. Hann borgar eitt fullbyggt háskólasjúkrahús á ári bara í vexti og ef við tökum okkur ekki tak á öllum sviðum og verðum leiðinleg alla daga, hættum að vera góð við þennan og góð við hinn, þá náum við ekki skuldunum niður.

Þess vegna neyðumst við til að vera vond við háskólana og hækka skráningargjöldin og minnka framlög til háskóla. Því miður. En þetta er sá veruleiki sem blasir við okkur: Ríkissjóður er með meiri halla en gert var ráð fyrir og búið var að lofa of miklu án innstæðu.