143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[17:25]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka öllum þeim ræðumönnum sem hér hafa talað og nú síðast hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni. Hann kom inn á margt. Ég verð að segja að stefnan er mér alveg skýr, fjármálastefnan. Það er nefnilega þannig að við þurfum að gefa okkur einhvers konar forsendur, efnahagslegar forsendur, en ég er algjörlega sammála hv. þingmanni með að þetta bítur í skottið á sér.

Þjóðarsáttin var frábær, tek undir það, en það var ein aðgerð og má vera að hægt sé aftur og nú við þessar aðstæður að ná sátt, en ef við gerum ekki ráð fyrir þessum efnahagslegu forsendum þá stöndum við frammi fyrir því að vera með tilviljanakenndar hækkanir í framtíðinni á sköttum, sem er slæmt.

Ég spyr: Vill (Forseti hringir.) þingmaðurinn sjá það?