143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[18:20]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla alls ekki að segja nefndinni fyrir verkum hvernig hún hagar störfum sínum í aðdraganda umræðunnar eða milli 2. og 3. umr. Ég geri ráð fyrir því að nefndin kalli eftir upplýsingum af áhugi er fyrir því, hvort sem er frá ráðuneyti fjármála og efnahagsmála eða beint frá Hagstofunni.

Varðandi tekjuskattinn og fyrirhugaða lækkun hans er það nú svo að við erum með tekjuskattsprósentu sem felur í sér að eftir því sem launin eru hærri þeim mun fleiri krónur greiða menn í skatt. Þegar þessi tekjuskattsprósenta er lækkuð þá koma færri krónur í skatt hjá þeim tekjuhærri, sem afleiðing af tekjuskattslækkuninni, og það eru færri krónur sem skila sér til þeirra tekjulægri

En ef við horfum á það sem eftir situr, þ.e. greiddan skatt,(Forseti hringir.) er það að sjálfsögðu þannig að þeir sem eru með hærri tekjurnar greiða fleiri krónur í skatt (Forseti hringir.) og reyndar út af persónuafslættinum hærra hlutfall tekna sinna í skatt.