143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

um fundarstjórn.

[20:01]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með formanni þingflokks Samfylkingarinnar, hv. þm. Helga Hjörvar, að það var enginn sem hreyfði andmælum við því að fundað yrði eitthvað fram í kvöldið, en nú væri gott að fá upplýsingar um það hvað stjórn þingsins hyggst fyrir í þeim efnum. Ég held að það hljóti að vera einsýnt að við förum ekki lengra með fundarhald en eitthvað fram undir miðnættið í hæsta lagi. Það væri gott að fá um þetta upplýsingar hið fyrsta.