143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

um fundarstjórn.

[20:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég hef einmitt akkúrat ekkert út á fundarstjórn forseta að setja og hvet forseta til að halda áfram með fundinn, því að ég bíð í óþreyju eftir því að halda ræðu og hlýða áfram á ágæta umræðu um forsendur frumvarps til fjárlaga.

Hins vegar eru þær ræður sem hér eru haldnar nánast orðréttar ræðum sem stjórnarandstæðingar fluttu fyrir síðustu jól og þarsíðustu jól og þarþarsíðustu jól nema þá voru þær haldnar klukkan hálftólf enda úthaldið meira.