143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

um fundarstjórn.

[20:04]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil bara minna á að mjög miklar breytingar hafa orðið á fjárlagafrumvarpinu frá 1. umr. og fram í 2. umr. og við þurfum tíma til að setja okkur inn í þær breytingar, glöggva okkur á þeirri þjóðarsátt sem formaður fjárlaganefndar tilkynnti okkur í kvöldfréttunum að hefði verið sköpuð með þessum tillögum og til að vera í stakk búin til að umfaðma hana hér af kærleika í sönnum jólaanda í fyrramálið. Því hvet ég til þess að við fáum að vita það sem fyrst hvernig forseti hyggst hafa framhald fundar hér áfram í kvöld.