143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:18]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, eins og ég kom inn á í máli mínu áðan tel ég þetta vera mikla afturför fyrir okkur í jafnréttisbaráttu og líka fyrir okkur sem samfélag. Hvar viljum við vera í samanburði við aðrar þjóðir, Norðurlöndin? Þetta er ekki hvetjandi fyrir það unga fólk sem vill stofna heimili og eignast börn og taka þátt á vinnumarkaðnum með eðlilegum hætti, það eru ekki góð skilaboð að hætta við lengingu fæðingarorlofsins sem átti að gerast á næstu þrem árum. Mér finnst einhvern veginn að þessi ríkisstjórn sé að höggva í allt sem er uppbyggilegt og gott til (Forseti hringir.) framtíðar séð fyrir samfélag okkar og að verið sé að brjóta það niður innan frá.