143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[21:56]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur fyrir ágæta yfirferð hennar í þessu máli. Það er sérstaklega eitt atriði, vegna þess að tíminn er stuttur, sem ég vil koma inn á úr hennar ræðu og það varðar stuðninginn við nýsköpunarfyrirtækin. Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir að endurgreiðsluhlutfall væri lækkað úr 20% í 15%, en ég verð að viðurkenna að mér, sem ekki hef tekið þátt í störfum nefndarinnar, er ekki fullkomlega ljóst hver áhrif þeirra breytinga eru í raun sem meiri hluti nefndarinnar leggur til. Því miður er það ekki útskýrt nægilega vel í nefndaráliti fyrir okkur sem ekki tókum þátt í starfi nefndarinnar.

Ég vil því spyrja hv. þingmann hvort hún geri sér nákvæmlega grein fyrir því, hvort hún viti til þess að það liggi fyrir einhverjir útreikningar um áhrif breytinganna á einstök fyrirtæki. Munu (Forseti hringir.) sum fyrirtæki áfram fá 20% en önnur umtalsvert minna?