143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[22:37]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við hv. þingmaður deilum algjörlega sjónarmiðum í þessu efni. Ég tek undir með henni að jafnrétti til náms er eitt af grundvallaratriðum í samfélagi sem vill kenna sig við jöfnuð og réttlæti, en því miður virðist mér eins og ekki sé lögð höfuðáhersla á það af hálfu núverandi ríkisstjórnar.

Ég ítreka það sem ég sagði áðan í ræðu minni. Ég tel að 75 þús. kr. innritunargjald eða skólagjald, eins og það heitir allt í einu í nefndaráliti meiri hlutans, sé há fjárhæð fyrir flesta námsmenn og geti leitt til þess að einhverjir hrökklist úr námi. Það yrðu þá þeir sem búa við lökust efni. Því miður.