143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[00:13]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þannig að það er millitekjufólkið og atvinnulífið sem á að greiða þessi kosningaloforð Vinstri grænna. Ég tek eftir því í þeirri fréttatilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér þann 10. desember þar sem talið er upp í hvað Vinstri grænir mundu eyða peningunum ef þeir væru hér í ríkisstjórn og hvernig þeir ætluðu að afla þeirra, að þar er ekki minnst á bankaskatt. Þar er ekki minnst á að til hefði staðið hjá Vinstri grænum að skattleggja bankana. Eru þeir þá andvígir því? Að sama skapi spyr ég: Styður hv. þingmaður það meginsjónarmið sem við erum að vinna með í fjárlagagerðinni, að fjárlögin verði hallalaus?