143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[00:15]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni og fyrrverandi menntamálaráðherra fyrir ákaflega góða ræðu. Mig langar til að spyrja hv. þingmann út í þá furðulegu alhæfingu að með því að hækka innritunargjöld í Háskóla Íslands fækkum við þeim sem innrita sig og tryggjum líka, að mati meiri hluta nefndarinnar, að þeir sem skrá sig í Háskóla Íslands eða annan opinberan háskóla, geri það af meiri alvöru. Mig langar að inna hv. þingmann eftir því hvað henni finnist um þá sýn á menntun og jafnt aðgengi að menntun óháð efnahag sem birtist í þessum alhæfingum.