143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[00:25]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur tveggja spurninga: Væri hún sáttari við hækkun þessara skráningargjalda ef þau rynnu í heilu lagi til Háskóla Íslands? Í öðru lagi: Er hún hlynnt því að tekin verði upp stýring í deildir, eins og hún hefur rætt hér? Hv. þingmaður segir engu að síður að taka þurfi lengri tíma í að taka hana upp og það sé merki um þroska og þróun innan háskólans. Með hvaða hætti sér þá hv. þingmaður, fyrrverandi hæstv. menntamálaráðherra, það verða?