143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[00:44]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er ekki á öndverðum meiði við þingmanninn um greiningu okkar en það sem mér finnst miklu máli skipta í þessu er að horfa líka til þess hvað staðreyndirnar segja um þörfina á þessum aðgerðum. Hæstv. fjármálaráðherra kom hingað í dag og sagði: Það eru engir peningar til. Það eru ekki peningar til fyrir atvinnulaust fólk, sem við fundum þó meira að segja árið 2009. En það eru til peningar og ég ætla að nefna tvö dæmi. Ríkisstjórnin veigrar sér ekki við að taka á ríkissjóð skuldbindingu upp á 80 milljarða og ætlar að fá hana til baka með bankaskatti. Það kostar sko einn agnarlítinn aukastaf að sjá fyrir desemberuppbót til atvinnulauss fólks af þeim gríðarlegum fjárhæðum sem þar á að innheimta.

Hitt augljósa dæmið, veiðigjöldin. Daginn eftir að Hagstofan staðfesti að afkoma sjávarútvegsins á síðasta ári væri heimsmet, þar er loksins heimsmetið, þ.e. afkoma útgerðarinnar á Íslandi eftir að hún var búin að borga veiðigjöldin. Hún setti þá samt heimsmet í afkomu.