143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[01:36]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt og búið að vekja athygli á því. Þrátt fyrir það hefur meiri hlutinn ákveðið í framhaldi af ákvörðuninni í sumar að fara fram með þessa breytingu. Eins og ég sagði áðan hefði mér þótt skynsamlegra að fara ofan í starfsemi sjóðsins og vinnumarkaðsúrræðin sem í boði eru. Við höfum líka gagnrýnt að úrræðin hafa verið mörg og kannski ekki nógu augljóst hver hefur átt að gera hvað.

Síðan er það auðvitað það sem þetta gerir, þarna eru uppsagnir á ferð. Þegar maður hugsar til þess að segja þurfi upp fólki hjá Vinnumálastofnun vegna niðurskurðar, það er færra fólk sem kemst að í starfsendurhæfingu eða öllu heldur er fólki sagt upp, þá finnst manni þetta vera að þróast í öfuga átt.