143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ný stjórn RÚV og uppsagnir.

[10:44]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég held að það fari best á því að horfast í augu við veruleikann. Það fer ekki vel á því, segir hæstv. menntamálaráðherra, að setja þetta mál í farveg pólitískra ofsókna. En þetta eru nákvæmlega pólitískar ofsóknir, ég fullyrði að svo sé. Ég er tilbúinn að eiga orðastað við hæstv. menntamálaráðherra og færa rök fyrir þeirri sveru staðhæfingu af minni hálfu. Þá á að ræða það sem slíkt. Það er ómaklegt og ósanngjarnt og ég veit ekki hvaða orð ég á að nota um það þegar niðurskurðurinn og framkoman gagnvart Ríkisútvarpinu og starfsfólki þess er sett í samhengi við vandann sem við er að etja í heilbrigðiskerfinu. Þá er þetta að sjálfsögðu mjög ómaklegt.

En hæstv. menntamálaráðherra, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, lýsti því hér yfir að hann bæri fullt traust til stjórnenda Ríkisútvarpsins og þar með blessar hann þau forkastanlegu vinnubrögð sem þar (Forseti hringir.) hafa verið viðhöfð.