143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að hækka framlag til málefna aldraðra, þ.e. í Framkvæmdasjóð aldraðra, um 3% eins og aðrar forsendur fjárlaganna. Ég vil benda á að þetta er afskaplega ófélagslegur skattur, þetta er nefskattur sem leggst miklu þyngra á fólk með lágar tekjur en þá sem eru með hærri tekjur. Það eru tveir slíkir skattar í skattkerfinu, annars vegar þessi skattur og hins vegar útvarpsgjaldið. Ég legg til að í framtíðinni skoði hv. efnahags- og viðskiptanefnd sérstaklega þessa tvo skatta og reyni að koma þeim yfir á eitthvert félagslegra form.

Með þessu fororði greiði ég atkvæði með þessu.