143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég ætla ekki að endurtaka ræðuna mína áðan um hallann á ríkissjóði og miklar vaxtagreiðslur og áhrif þess á verðbólgu að ríkissjóði verði ekki skilað með afgangi.

Hér er tekið mið af því og lausn fannst á því hvernig hægt væri að hafa stuðning við nýsköpun og þróun þannig að það komi ekki við minni fyrirtæki með því að lækka þakið en hafa prósentuna óbreytta. Þetta finnst mér ágætislausn, stóru fyrirtækin og stóru verkefnin fá líka styrk en þau fá lægri styrk en hingað til og það helgast af þessu sem ég gat um áðan, verulegum halla á ríkissjóði sem þarf að laga.