143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þetta er ein af þeim erfiðu ákvörðunum sem við þurfum að taka til að reyna að koma afgangi á ríkissjóð. Ég styð það að fara frekar í þá aðgerð að hækka hámarkið í Fæðingarorlofssjóði í stað þess að lengja fæðingarorlofið. Við höfum ekki efni á hvoru tveggja. Þá er náttúrlega allt með hliðsjón af því að við verðum að ná niður hallanum á ríkissjóði. Við verðum að fara að greiða niður þessa gífurlegu vexti, þessar gífurlegu skuldir sem íslenskir skattgreiðendur greiða í gegnum ríkisstjórnina.