143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Þakið í fæðingarorlofi hefur hækkað núna á ári með þessum breytingum um 23%. Megnið af því má rekja til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Hér er verið að hætta við lengingu á fæðingarorlofi í sparnaðarskyni. Bent skal á úr þessum ræðustól að hvergi í Evrópu er fæðingartíðni jafn há og á Íslandi, hvergi er atvinnuþátttaka jafn mikil. Það er mikið ríkidæmi að eiga þjóð sem er viljug til að fæða börn. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að kasta ábyrgðinni af fjárhagsvanda ríkissjóðs á framtíðarskattgreiðendur og það er til skammar að hún sé ekki tilbúin að hlúa að þessu fólki nú þegar verið er að koma því á legg. Nægar verða byrðarnar á þessi börn þegar þau taka við skuldunum frá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. (Gripið fram í: Það á að svara.)