143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:56]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Við Íslendingar leggjum hærri gjöld á sjúklinga en grannlöndin okkar og hér er enn verið að auka þar á, sjúklingaskatt á inniliggjandi sjúklinga sem aldrei hefur verið innheimtur fyrr. Hér við bætist að ríkisstjórnin leggur nú fram tillöguna um að sjúklingurinn verði rukkaður við dyrnar en ekki fyrir hverja nótt sem hann liggur án þess að gera grein fyrir því hvað sjúklingurinn á að borga mikið fyrir að fá að komast inn á spítala. Hér við tíu tíma umræðu í gær gat enginn stjórnarliði upplýst það hvað blessaður sjúklingurinn eigi að borga í skatt fyrir að fá að ganga inn um dyrnar á spítalanum og það er lágmark, virðulegur forseti, að það verði upplýst hér fyrir 3. umr.