143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það vill svo til að ég stýri þeirri ágætu nefnd sem hv. þingmaður nefndi hér síðast. Hún er hugsuð til langframa, hún er hugsuð til framtíðar. Hér er verið að laga stöðu ríkissjóðs á næsta ári, 2014, og þess vegna er þessi leið farin. Það er á sviði sjúkratrygginga og menn hafa gagnrýnt að upphæðirnar liggi ekki fyrir. Það vill svo til að í sjúkratryggingum er ekki ein einasta upphæð. Allt sem er greitt samkvæmt sjúkratryggingum er með reglugerð ráðherra, allt. Það sem bindur ráðherrann í þessu máli er ákvæði fjárlaga um hvað gjaldið á að gefa þeim miklar tekjur þannig að það eru þau mörk sem hann fær, nákvæmlega eins og var með lyfjagreiðslufrumvarpið og allar ákvarðanir sjúkratrygginga byggja á reglugerðum. Það vill svo til að á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á skurðaðgerðum og fjöldi sjúklinga fer núna í stuttar skurðaðgerðir sem þeir borga að fullu eða borga sinn hlut í.