143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:47]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að takast á við þingmanninn um þetta. Hann er búinn að halda þessum tölum ítrekað fram og prósentutölum. Við getum deilt um þetta endalaust.

Ég vil hins vegar aðeins ræða við hann um framlögin til heilbrigðismála af því að mér finnst afar mikilvægt að því hafi verið haldið hér fram að þau séu svolítið hærri en raun ber vitni. Í fjárlögunum er gert ráð fyrir að heildarframlögin til Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans verði 48 milljarðar ef við tökum þetta til verðlags en frumvarpið gerir ráð fyrir 43,1.

Það voru 100 stofnanir sem fóru umfram fjárlagaliði fyrir hrun, 20 fóru held ég í fyrra fram yfir heimildir en svo getum við líka rætt það hvernig staðan var þegar hv. þingmaður var heilbrigðisráðherra, hvernig staðan var þegar hann skildi við. (GÞÞ: Já, það skulum við gera.) Það getum við gert. Það voru einhverjir milljarðar í mínus, ekki satt?