143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:52]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við settum á þrepaskiptan tekjuskatt til að ná inn hærri sköttum af þeim sem hærri tekjur hafa, sem jöfnunartæki, en ekki eins og allar tillögur sem fram hafa komið frá núverandi ríkisstjórn um tekjur eða skatta sem miðast að því að jafna upp á við en ekki niður á við.

Svo bendi ég bara hv. þingmönnum á að þegar kemur að atkvæðagreiðslu um auðlegðarskattinn getum við sýnt hug okkar í því. Viljum við að þeir sem mikið eiga og eru aflögufærir greiði? Þetta snýst alltaf um það, þetta snýst ekkert um það að þeir sem eru með háar tekjur geti séð fyrir sér. Hvað með þá sem hafa lágar tekjur? Við erum að jafna þetta og já, það er svo sannarlega stefna okkar vinstri manna að þeir sem meira hafa borgi meira til samneyslunnar. Það er bara þannig.