143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:53]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir vandaða framsögu. Mér þótti vænt um þegar hún dró hér fram kenningar breska hagfræðingsins John Meynard Keynes, sem ollu töluverðum straumhvörfum í kjölfar seinni heimsstyrjaldar á kenningum er varða hagstjórn. Hann vill meina að við getum nýtt ríkissjóð sem þenslujöfnunartæki.

Það er eitt sem ég vil draga fram hér. Það er að til að það virki og við getum örvað eftirspurn í gegnum útgjaldahlið ríkisreiknings þá þurfa ákveðnar forsendur að vera til staðar sem eru nefnilega þær að ríkissjóður þarf að hafa burði til þess. Ég vildi draga það hér fram og spyrja hvort hv. þingmaður sé ekki sammála því að þær aðstæður séu uppi að ríkissjóður sé hreinlega of skuldsettur (Forseti hringir.) til að hægt sé að fara þá leið.