143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:28]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég tel að tillögurnar sem 1. og 2. minni hluti leggja fram varðandi tekjuhliðina rími mjög vel við okkar sýn og ég vænti þess að við munum greiða atkvæði með þeim þegar þar að kemur.

Varðandi það hvort fjárlaganefnd hafi farið heildstætt yfir málið þá höfum við ekki gert það. Þetta heyrir að einhverju leyti líka undir efnahags- og viðskiptanefnd, þetta er samtvinnað.

Við eigum væntanlega eftir að fá að sjá tillögur ríkisstjórnarinnar varðandi niðurfellingar á lánum. Það er enn annar póstur sem við þurfum að skoða, þá væntanlega milli 2. og 3. umr., hvaða áhrif hefur á verðbólgu og allt, hvað við græðum á því. En það er umræða sem við tökum seinna.

Þetta hefur ekki verið skoðað, við höfum meira legið yfir einstaka tölum í fjárlagafrumvarpinu.