143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:56]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt, ef við viljum tryggja hagvöxt til framtíðar þá leggjum við áherslu á menntunina. Í breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar er talað um 300 millj. kr. til að undirbúa skipulagsbreytinguna. En við höfum þær upplýsingar í hv. fjárlaganefnd að það vanti á milli 200 og 250 millj. kr. í rekstur framhaldsskólans svo við getum tekið við sama nemendafjölda og þeir eru með núna, eins og gert er ráð fyrir.

En ég hef áhyggjur af því að staða framhaldsskólanema sé svo slæm. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hún sé ekki sammála mér um að það megi hafa áhyggjur af því að skólarnir þurfi að neita nemendum um skólavist, það hafi alvarlegar aukaverkanir fyrir þá nemendur hafnað er og geti haft alvarlegar aukaverkanir langt fram eftir ævi ungmennanna.

Síðan vil ég spyrja hv. þingmann um verkmenntahúsið á Selfossi. Það er ekki hægt að bjóða þar út verk nema til sé áætlun fram í tímann, en hún er ekki til. Þekkir hv. þingmaður stöðuna á því máli?