143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[20:23]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þegar ég fjallaði um þetta mál áðan og talaði um hina blönduðu leið var ég að tala um hvernig við stoppuðum í gatið í ríkisfjármálum, annars vegar með tekjuaukningu og hins vegar með því að draga úr útgjöldum. Að sjálfsögðu er hér líka verið að fara tekjuöflunarleið og niðurskurð í útgjöldum en það skiptir máli, eins og ég gat um áðan, hver hin pólitíska stefna er í því, hvort þar er undirliggjandi verið að auka jöfnuð eða draga úr jöfnuði í samfélaginu. Það kemur bæði í gegn útgjaldamegin og ekki síður tekjumegin. Ég var að reyna að fara yfir það áðan hvernig við hefðum reynt að auka jöfnuð í samfélaginu með því að beita skattkerfinu á virkan hátt með því að innleiða þrep í tekjuskattinn sem núverandi ríkisstjórn hefur boðað að hún ætli að endurskoða, sem mér finnst frekar vera til þess að auka ójöfnuð í samfélaginu. Það er sú mynd sem ég var að reyna að draga upp.

En auðvitað er blanda af tekjuöflun (Forseti hringir.) og útgjaldaleið farin hér.